Persónuverndaryfirlýsing fyrir stjórnendur og ökumenn
  

Útgefið og gildir frá og með 2021/05/13
 

Í þessari yfirlýsingu eru upplýsingar um úrvinnslu Volvo Group á persónuupplýsingum stjórnenda og ökumanna sem nota vörur Volvo Group („persónuverndaryfirlýsing“). Ef þú ert eða hefur verið ökumaður eða stjórnandi flutningabíls, strætisvagns, hópbifreiðar, vinnuvélar, skipavélar eða vöru eða lausnar sem felur í sér slíkar vörur sem eitthvert fyrirtækjanna innan Volvo Group selur eða framleiðir (sem hér á eftir nefnast einu nafni „Volvo-ökutæki“) kunnum við að vinna úr gögnum sem varða þig eða hægt er að tengja við þig.
 

Að því er varðar þessa tilkynningu merkir „Volvo Group“ AB Volvo (publ.) og fyrirtæki sem eru beint eða óbeint undir stjórn AB Volvo, meðal annars fyrirtæki sem tilheyra einhverjum af helstu rekstrarsviðum og vörubíladeild Volvo (eins og þær kunna að vera á hverjum tíma), svo sem Volvo Trucks, Volvo Buses, Volvo Construction Equipment, Renault Trucks, Arquus, Volvo Penta, Mack Trucks, Volvo Financial Services, Volvo Group Connected Solutions, Volvo Technology, Volvo Group Purchasing, Volvo Group Real Estate, Volvo Treasury, Volvo Information Technology, Volvo Group Trucks Operations, Volvo Autonomous Solutions og Volvo Energy.
 

Þessi persónuverndaryfirlýsing á aðeins við þegar Volvo Group safnar eða vinnur á annan hátt persónuupplýsingar í þágu Volvo Group (þ.e. þegar Volvo Group (eingöngu eða ásamt öðrum aðilum) er ábyrgðaraðili gagna og ákvarðar því tilganginn með úrvinnslu persónuupplýsinga og aðferðirnar sem notaðar eru).
 

Þessi persónuverndaryfirlýsing á ekki við þegar Volvo Group safnar eða vinnur á annan hátt úr persónuupplýsingum fyrir hönd annars fyrirtækis, svo sem óháðra söluaðila Volvo Group, innflytjenda, birgja og viðskiptavina.
 

Fyrir skýrleika sakir skal tekið fram að þessi persónuverndaryfirlýsing tekur aðeins til úrvinnslu Volvo Group á persónuupplýsingum sem varða stjórnendur og ökumenn Volvo-ökutækja. Frekari útskýringar á gagnaflokkunum sem við vinnum úr má finna í hlutanum „Úr hvaða flokkum persónuupplýsinga má Volvo vinna, á hvaða lagalega grundvelli og í hvaða tilgangi?“ hér að neðan.
 

Úrvinnsla allra annarra persónuupplýsinga sem þú veitir eða sem veittar eru fyrir þína hönd í tengslum við kaup eða leigu á vörum, lausnum og þjónustu Volvo Group eða utanaðkomandi sölu- eða umboðsaðila samstæðunnar lýtur persónuverndaryfirlýsingunni fyrir fulltrúa viðskiptavinar, sjá hér: Persónuverndaryfirlýsing fyrir fulltrúa viðskiptavinar.
 

Enn fremur, til viðbótar við þessa persónuverndaryfirlýsingu, kunna einhver kerfi, forrit og ferli Volvo Group, auk viðkomandi rannsókna- og þróunarverkefna Volvo Group, að hafa eigin persónuverndaryfirlýsingar sem innihalda frekari upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem safnað er og hvernig þær eru geymdar, notaðar og fluttar.

 

 

Velja tungumál

Það fyrirtæki Volvo Group sem seldi og/eða afhenti Volvo-ökutækið sem þú ekur eða stýrir (sem hér á eftir er nefnt „Volvo“) er ábyrgðar- eða úrvinnsluaðili persónuupplýsinganna sem Volvo aflar frá þér og eftir leiðunum sem lýst er hér á eftir.

„Ábyrgðaraðili“ þýðir að það er Volvo sem ákveður tilganginn með og aðferðina við úrvinnslu persónuupplýsinga. Volvo ber ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga samkvæmt þar að lútandi gagnaverndarlögum og -reglugerðum.  

Ef þú hefur spurningar um úrvinnslu persónuupplýsinga skaltu hafa samband við persónuverndarfulltrúa Volvo Group á netfanginu gpo.office@volvo.com eða með því að hringja eða skrifa til:

AB Volvo,
Att: Group Privacy Office, Dept AA14100, VGHQ
SE-405 08
Göteborg, Sverige 
+46 (0)31 66 00 00

Volvo vinnur úr ýmsum tegundum gagna sem verða til í eða af völdum Volvo-ökutækis, þar á meðal því sem við köllum „gögn um ökutæki“ en slík gögn eru meðal annars (i) gögn sem varða ástand og afköst Volvo-ökutækisins sjálfs, (ii) gögn sem varða sjálfa notkun ökutækisins, (iii) gögn sem varða umhverfi viðkomandi Volvo-ökutækis og (iv) gögn sem ýmist auðkenna Volvo-ökutæki eða einstaklingur veitti/aflaði. Þegar hægt er að tengja slík gögn, ein og sér eða ásamt öðrum gögnum, við þig sem ökumann eða stjórnanda Volvo-ökutækis teljast þau vera persónuupplýsingar.

Að því er varðar þessa persónuverndaryfirlýsingu á hugtakið „vinna úr“ eða „úrvinnsla“ við um hvers kyns notkun á persónuupplýsingum, meðal annars þegar þeim er safnað eða þær skráðar, flokkaðar, geymdar, aðlagaðar eða þeim breytt, fluttar, gerðar aðgengilegar, aðgangur að þeim hindraður, þær afmáðar eða þeim eytt.

Lagalegar forsendur

Volvo kann að vinna úr persónuupplýsingum þínum á grundvelli einnar eða fleiri eftirtalinna lagalegra forsendna, sjá einnig frekari upplýsingar hér að neðan.

  • Samningsbundin skylda. Volvo kann að vinna úr upplýsingunum þínum ef slík úrvinnsla er nauðsynleg til að uppfylla samningsbundna skyldu gagnvart þér (svo sem ábyrgðir og þjónustusamninga ef þú ert bæði viðskiptavinur og ökumaður eða stjórnandi Volvo-ökutækis).
  • Lagaleg skuldbinding. Volvo kann að vinna úr persónuupplýsingum þínum ef slík vinnsla er nauðsynleg til að uppfylla lagalega skuldbindingu, til dæmis til að framfylgja dómsúrskurði eða uppfylla tilkynningarskyldu.
  • Lögmætir hagsmunir. Volvo kann að vinna úr persónuupplýsingum þínum ef slík úrvinnsla er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna Volvo eða þriðja aðila. Það telst að jafnaði til lögmætra hagsmuna Volvo að annast daglegan rekstur, þar á meðal að þróa frekar vörur, lausnir og þjónustu sem fyrirtækið býður og tryggja heildarstjórnun á seldum vörum, lausnum og þjónustu.

    Þegar tiltekið er í þessari yfirlýsingu að tilgangurinn með tiltekinni úrvinnslu sé byggður á lögmætum hagsmunum Volvo lítur Volvo svo á að hagsmunir, réttindi eða frelsi þitt vegi ekki þyngra en lögmætir hagsmunir Volvo með tilliti til (i) gagnsæi Volvo um úrvinnslu, (ii) innbyggðrar og sjálfgefinnar persónuverndar Volvo (e. privacy by design), (iii) reglulegra persónuverndarúttekta Volvo og (iv) réttindanna sem þú nýtur hvað úrvinnsluna varðar. Þú getur fengið frekari upplýsingar um þetta mat á vægi með því að nota ofangreindar samskiptaupplýsingar til að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Volvo Group.
  • Grundvallarhagsmunir. Volvo kann að vinna úr persónuupplýsingum þínum til að vernda grundvallarhagsmuni þína og annarra ef Volvo hefur gildar ástæður til að ætla að slík úrvinnsla persónuupplýsinga kunni að koma í veg fyrir eða draga úr hættu á að þú eða aðrir verði fyrir skaða.
  • Samþykki. Í undantekningartilvikum, eða ef ekki er hægt að notast við aðrar lagalegar forsendur, kann Volvo að biðja um sérstakt samþykki þitt fyrir úrvinnslu á tilteknum persónuupplýsingum. Slíkt samþykki er valfrjálst og algjörlega undir þér komið.

Volvo kann að vinna úr eftirtöldum gagnaflokkum sem, einir og sér eða ásamt öðrum gögnum, kunna að teljast til persónuupplýsinga og í þeim almenna tilgangi sem tilgreindur er í töflu 1 hér að neðan.

Athugið að á eftirfarandi lista eru aðeins tekin dæmi, listanum er ekki ætlað að vera tæmandi og Volvo vinnur ekki endilega úr öllum upplýsingunum um þig sem tilgreindar eru hér að neðan. Tilgangur úrvinnslunnar skarast öðru hverju og ef til vill er margþættur tilgangur sem réttlætir notkun okkar á persónuupplýsingum þínum.

Tafla 1 – Flokkar, tilgangur og lagalegar forsendur úrvinnslu

Flokkar persónuupplýsinga

Tilgangur úrvinnslu

Lagalegar forsendur úrvinnslu

 

Afkastagögn ökutækisins, svo sem upplýsingar frá íhlutum ökutækisins, notkun rafgeymis, vélargögn (þar á meðal gögn um losun með útblæstri og eldsneytisnotkun), orkunotkun, gögn um aflgetu/snúningsátak, bilanakóðar (með tímastimplum og vinnustundum)

 

 

  •   Að gera kleift að staðfesta samningsefndir eða veita umsamda þjónustu;

 

  •   Að staðfesta að nauðsynlegt viðhald og þjónusta fari fram á öllum leigutímanum;

 

  •    Að staðfesta ekna kílómetra vegna samninga sem byggjast á notkun;

 

  •    Að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og greiningu (til dæmis koma hugbúnaðaruppfærslum fyrir ökutækið og áminningum um þjónustuskoðanir til ökumanns/stjórnanda);

 

  •    Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun);  

 

  •    Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu;

 

  •    Að þróa og bjóða tryggingavörur og -þjónustu, meðal annars „tengda tryggingu“;
  •   Að tryggja að ökutæki samræmist núverandi og verðandi lögum og stöðlum (þar á meðal um útblástursmagn og öryggi);
  •    Að veita lögbærum yfirvöldum upplýsingar um losun mengunarefna;
  •    Að sýna fram á að farið sé að ákvæðum reglugerða um gerðarviðurkenningu; og
  •   Að uppfylla skyldur vegna markaðseftirlits
 
  •    Lögmætir hagsmunir
  •    Lagaleg skuldbinding
  •    Samningsbundin skylda

 

Gögn um notkun ökutækisins, eins og hemlanotkun, gírskiptingar, hröðun/hraðaminnkun, stillingar mælaborðsins, notkun aflgetu/snúningsátaks, tæknileg gögn frá vél (gögn um losun með útblæstri og eldsneytisnotkun); (með tímastimplum og vinnustundum)

 

 

  •   Að gera kleift að staðfesta samningsefndir eða veita umsamda þjónustu;

 

  •    Að staðfesta að nauðsynlegt viðhald og þjónusta fari fram á öllum leigutímanum;

 

  •   Að staðfesta ekna kílómetra vegna samninga sem byggjast á notkun;

 

  •    Að staðfesta núverandi markaðsgildi þegar tæki er skilað eða það gert upptækt;

 

  •    Að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og greiningu (til dæmis koma hugbúnaðaruppfærslum fyrir ökutækið og áminningum um þjónustuskoðanir til ökumanns/stjórnanda);

 

  •    Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun);

 

  •   Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu;

 

  •    Að þróa og bjóða tryggingavörur og -þjónustu, meðal annars „tengda tryggingu“;

 

  •    Að tryggja að ökutæki samræmist núverandi og verðandi lögum og stöðlum (þar á meðal um útblástursmagn og öryggi);

 

  •   Að veita lögbærum yfirvöldum upplýsingar um losun mengunarefna;

 

  •   Að sýna fram á að farið sé að ákvæðum reglugerða um gerðarviðurkenningu; og

 

  •    Að uppfylla skyldur vegna markaðseftirlits

 

 

  •    Lögmætir hagsmunir

 

  •    Lagaleg skuldbinding

 

  •    Samningsbundin skylda

 

Þjónustu- og viðgerðagögn ökutækis auk neyðaraðstoðargagna, svo sem landfræðileg staðsetning og gögn fyrir fjargreiningu

 

 

  •   Að rannsaka slys;

 

  •   Að sinna neyðaraðstoð á vegum úti;

 

  •    Að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og greiningu (til dæmis koma hugbúnaðaruppfærslum fyrir ökutækið og áminningum um þjónustuskoðanir til ökumanns/stjórnanda);  

 

  •   Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu;

 

  •  Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun);

 

  •   Að gera kleift að bjóða öryggisáætlanir og tengdar tryggingavörur;

 

  •   Að tryggja að ökutæki samræmist núverandi og verðandi lögum og stöðlum (þar á meðal um útblástursmagn og öryggi); og

 

  •  Að uppfylla skyldur vegna markaðseftirlits

 

 

  •    Lögmætir hagsmunir

 

  •   Grundvallarhagsmunir

 

  •    Samningsbundin skylda

 

Gögn um umhverfi ökutækis, svo sem gögn um ástand vega og umhverfis, myndbandsupptökur og/eða upptökur frá ljós-/raftæknibúnaði eða sambærilegum búnaði utan á flutningabílnum og/eða í umhverfi flutningabílsins (með tímastimplum og vinnustundum)

 

 

  •   Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu; og

 

  •   Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun)

 

  •    Lögmætir hagsmunir

 

 

Sértákn ökutækja eða önnur sértákn, svo sem auðkenni ökutækis (þar á meðal verksmiðjunúmer ökutækis (VIN) og auðkenni undirvagns), IP-tala, MAC-vistfang, númer SIM-korts, IMEI-númer

 

 

  •       Að gera kleift að staðfesta samningsefndir eða veita umsamda þjónustu;

 

  •       Að staðfesta að nauðsynlegt viðhald og þjónusta fari fram á öllum leigutímanum;

 

  •     Að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og greiningu (til dæmis koma hugbúnaðaruppfærslum fyrir ökutækið og áminningum um þjónustuskoðanir til ökumanns/stjórnanda);

 

  •  Að staðfesta ekna kílómetra vegna samninga sem byggjast á notkun;

 

  •  Til að staðfesta að staðsetning samræmist samningsskilmálum og/eða takmörkunum vegna viðskiptaþvingana);

 

  •   Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu;

 

  •   Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun);

 

  •   Að tryggja að ökutæki samræmist núverandi og verðandi lögum og stöðlum (þar á meðal um útblástursmagn og öryggi);

 

  •  Að veita lögbærum yfirvöldum upplýsingar um losun mengunarefna;

 

  •    Að sýna fram á að farið sé að ákvæðum reglugerða um gerðarviðurkenningu; og

 

  • Að uppfylla skyldur vegna markaðseftirlits

 

 

  •    Lögmætir hagsmunir

 

  •    Lagaleg skuldbinding

 

  •    Samningsbundin skylda

 

Gögn um aksturslag ökumanns/stjórnanda og staðsetningargögn, svo sem hraðagögn, gögn um akstursmynstur, sætisbeltanotkun, viðvaranir til ökumanns, staðsetning í rauntíma, og staðsetningargögn (með tímastimplum og vinnustundum)

 

 

  •  Að gera kleift að staðfesta samningsefndir eða veita umsamda þjónustu;

 

  •  Að staðfesta að nauðsynlegt viðhald og þjónusta fari fram á öllum leigutímanum;

 

  • Að staðfesta ekna kílómetra vegna samninga sem byggjast á notkun;

 

  •  Að tryggja lán;

 

  • Að staðfesta að staðsetning sé í samræmi við samningsskilmála (svo sem samningsbundnar takmarkanir á notkun eftir landsvæðum) og/eða takmarkanir vegna viðskiptaþvingana, aðrar kröfur samkvæmt reglum eða umsamdar notkunartakmarkanir;

 

  •  Að gera úttektir á birgðum sem lagðar eru að veði og endurheimta eignir þegar þess er talin þörf;

 

  •    Að sinna innheimtu þegar vanskil verða;

 

  •    Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun);  

 

  •   Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu;

 

  •    Að tryggja að ökutæki samræmist núverandi og verðandi lögum og stöðlum (þar á meðal um útblástursmagn og öryggi);

 

  •   Að sýna fram á að farið sé að ákvæðum reglugerða um gerðarviðurkenningu; og

 

  •    Að uppfylla skyldur vegna markaðseftirlits

 

 

  •    Lögmætir hagsmunir

 

  •  Lagaleg skuldbinding

 

  •  Samningsbundin skylda

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gögn um ökumann/stjórnanda sem ökumaður/stjórnandi kann að veita af sjálfsdáðum í tengslum við notkun á tilteknum Volvo-ökutækjum, svo sem auðkenni ökumanns og stillingar mælaborðsins

 

 

  •   Að gera kleift að staðfesta samningsefndir eða veita umsamda þjónustu;

 

  •    Að staðfesta að nauðsynlegt viðhald og þjónusta fari fram á öllum leigutímanum;

 

  •   Að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og greiningu (til dæmis koma hugbúnaðaruppfærslum fyrir ökutækið og áminningum um þjónustuskoðanir til ökumanns/stjórnanda);

 

  •    Að staðfesta ekna kílómetra vegna samninga sem byggjast á notkun;

 

  •    Til að staðfesta að staðsetning samræmist samningsskilmálum og/eða takmörkunum vegna viðskiptaþvingana);

 

  •   Rannsóknir og þróunarstarfsemi til að sannreyna, villuprófa, bæta og halda við vörum, lausnum og þjónustu og til þess að þróa nýjar vörur, lausnir og þjónustu, t.d. með nýsköpun og gagnagreiningu; og

 

  •    Að koma í veg fyrir og leysa gæðavandamál (gæðatengd þróun);

 

 

  •    Lögmætir hagsmunir

 

  •    Samningsbundin skylda

 

 

Að jafnaði aflar Volvo persónuupplýsinga um þig;

  •  Með gagnvirkum hætti yfir þráðlausa netið í tengslum við notkun á Volvo-ökutækjum (t.d. um fjarvirknigáttina); eða
  • Með greiningarverkfærum (t.d. í tengslum við fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðarþjónustu).

Auk ofangreinds kann Volvo að afla tiltekinna viðbótargagna frá vinnuveitanda þínum eða frá þér, hafir þú fært inn persónuupplýsingar í tengslum við notkun þína á Volvo-ökutæki (t.d. stillingar mælaborðs, svo sem á tungumáli, útvarpsstillingum og sætishalla).

Ef og þegar þú notar Volvo-ökutæki aflar Volvo sjálfkrafa gagna úr ökutækinu og annarra gagna um ökutækið sem tengjast notkun þinni á Volvo-ökutækinu. Úrvinnsla tiltekinna gagna úr ökutækinu og annarra gagna um ökutækið er nauðsynleg svo hægt sé að nota alla eiginleika og virkni Volvo-ökutækja, svo sem tilkynningar í rauntíma og fjargreiningarþjónustu. 

Persónuupplýsingum þínum kann að vera deilt með öðrum fyrirtækjum innan Volvo Group og með tilteknum flokkum þriðju aðila (samkvæmt frekari skilgreiningu hér á eftir), sem kann að fela í sér flutning persónuupplýsinganna til annarra landa.

Persónuupplýsingum deilt innan Volvo Group

Volvo Group er alþjóðlegt fyrirtæki með skrifstofur og starfsemi um allan heim og persónuupplýsingarnar þínar kunna að vera fluttar eða gerðar aðgengilegar á heimsvísu í alþjóðlegum rekstri og á milli ýmissa eininga og hlutdeildarfélaga Volvo Group.

Sérhver flutningur persónuupplýsinga til annarra fyrirtækja innan Volvo Group (þar á meðal flutningur frá löndum innan ESB/EES til landa utan ESB/EES) lýtur millifyrirtækjasamningi sem byggir á samþykktum föstum samningsákvæðum ESB eða annarri tilhögun sem viðkomandi yfirvöld viðurkenna eða samþykkja á hverjum tíma. Samningurinn samræmist kröfum evrópskra gagnaverndarlaga (þar á meðal almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Samningurinn tryggir að allar einingar innan Volvo Group þurfa að fara eftir sömu innri reglum. Þetta þýðir einnig að réttindi þín eru þau sömu hvar sem Volvo Group vinnur úr upplýsingunum þínum.

Persónuupplýsingum deilt með þriðja aðila utan Volvo Group

Auk þess að deila persónuupplýsingum á milli fyrirtækja innan Volvo Group eins og tilgreint er hér að ofan kann Volvo einnig að deila persónuupplýsingum með tilteknum flokkum þriðju aðila, þar á meðal:

  • samstarfsaðilum svo sem:

-  viðurkenndum umboðsaðilum og þjónustumiðstöðvum Volvo í þeim tilgangi að tryggja þjónustu og viðgerðir á Volvo-ökutækjum og í tilgangi sem tengist fjármála- og tryggingastarfsemi okkar;

- birgjum og þjónustuveitendum Volvo sem aðstoða Volvo við afhendingu á vörum, lausnum og þjónustu, þar á meðal birgjum og þjónustuveitendum á sviði upplýsingatækni;

- viðskipta- og samstarfsaðilum Volvo í tilgangi sem tengist til dæmis viðskiptagreind og greiningu (þó að í flestum tilfellum sé upplýsingum aðeins deilt á nafnlausu og samanteknu formi); og

 - þriðju aðilum sem við eigum viðskipti við eða störfum með til að veita vörur, lausnir og þjónustu og öðrum þriðju aðilum sem við störfum með við nýsköpun, þróun og framsetningu nýrra eða betrumbættra vara, lausna og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar eða nýrra eða betrumbættra innri ferla og reksturs, en allt þetta stuðlar að bættri þjónustu við viðskiptavini okkar.

  • ráðgjöfum fyrirtækisins, svo sem vátryggjendum, lögfræðingum og öðrum ráðgjöfum í tengslum við vátryggingarkröfur, úttektir og ráðgjafarþjónustu sem veitt er;
  • mótaðilum og ráðgjöfum þeirra, í tengslum við yfirtökur og kaup.
  • neyðarþjónustuaðilum,svo sem lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningaþjónustu og vegaaðstoð til þess að vernda grundvallarhagsmuni þína og annarra, til dæmis í tengslum við neyðaraðstoð,
  • löggæsluaðilum,þ.e. eftirlitsyfirvöldum og öðrum opinberum stofnunum og handhöfum dómsvalds í tengslum við lagaskyldur á borð við dómsúrskurði eða lögbundna tilkynningarskyldu eða ef slíkt telst nauðsynlegt í undantekningartilvikum til þess að vernda grundvallarhagsmuni þína eða annarra.

Öllum þjónustuveitum þriðju aðila sem fá aðgang að persónuupplýsingum þínum er skylt að standa vörð um leynd og öryggi persónuupplýsinganna og þeim er aðeins heimilt að nota persónuupplýsingarnar í samræmi við gildandi gagnaverndarlög og -reglugerðir.

Fari svo að fyrirtæki innan Volvo Group innan ESB/EES flytji persónuupplýsingar til utanaðkomandi þriðju aðila utan ESB/EES mun viðkomandi fyrirtæki innan Volvo Group enn fremur ganga úr skugga um að gerðar hafi verið viðeigandi verndarráðstafanir til að verja persónuupplýsingar þínar með fullnægjandi hætti samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum (þar á meðal almennri persónuverndarreglugerð ESB). Á meðal slíkra ráðstafana eru föst samningsákvæði sem ESB hefur viðurkennt eða álíka tilhögun sem viðkomandi yfirvöld viðurkenna eða samþykkja hverju sinni.

Ef þú hefur spurningar um hvernig Volvo deilir persónuupplýsingunum þínum skaltu hafa samband við persónuverndarfulltrúa Volvo Group með því að nota ofangreindar samskiptaupplýsingar.

Volvo beitir viðeigandi og eðlilegum lagalegum, tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum, meðal annars hvað varðar öryggi í upplýsingatækni og efnislegt öryggi, til þess að vernda persónuupplýsingar með fullnægjandi hætti.

Þessar ráðstafanir hæfa áhættunni sem úrvinnsla persónuupplýsinga hefur í för með sér og viðkvæmu eðli persónuupplýsinganna og samræmast kröfum gildandi laga á hverjum stað. Auk þess eru stöðugar endurbætur gerðar á ráðstöfunum í samræmi við þróun tiltækra öryggisvara og -þjónustu.

Volvo krefst þess að allir einstaklingar sem nota kerfi Volvo fylgi viðeigandi öryggisreglum hvað varðar persónuupplýsingar

Volvo vinnur ekki úr persónuupplýsingum þínum lengur en nauðsynlegt er samkvæmt tilgangi úrvinnslunnar nema lög krefjist eða heimili annað.

Hafa skal í huga að ef ekki er kveðið á um styttri varðveislutíma í lögum eða samningum kann að vera unnið úr gögnum úr ökutæki og öðrum persónuupplýsingum sem tengjast tilteknu ökutæki í allan væntan endingartíma ökutækisgerðarinnar, sem gæti verið allt að 25 ár (t.d. vegna rannsóknar- og þróunarverkefni eða til að tryggja að Volvo geti afgreitt skaðsemisábyrgðarkröfur).

Þar sem gildandi gagnaverndarlög og -reglugerðir leyfa kannt þú að hafa rétt til þess að:

  • Fara fram á að fá aðgang að persónuupplýsingunum um þig sem Volvo vinnur úr: þessi réttindi veita þér rétt til að vita hvort við höfum persónuupplýsingar um þig undir höndum og, ef svo er, fá upplýsingar um og afrit af tilteknum gögnum og flokkum persónuupplýsinga.
  • Fara fram á að persónuupplýsingar þínar séu leiðréttar: þessi réttindi veita þér rétt til að láta leiðrétta persónuupplýsingar þínar ef þær eru ónákvæmar eða ófullnægjandi.
  • Andmæla úrvinnslu persónuupplýsinga þinna: þessi réttindi veita þér rétt til að krefjast þess að Volvo vinni ekki frekar úr persónuupplýsingum þínum.
  • Fara fram á að persónuupplýsingar þínar séu afmáðar eða þeim eytt: þessi réttindi veita þér rétt til að fara fram á að persónuupplýsingar þínar séu afmáðar eða þeim eytt, þar á meðal í tilfellum þar sem ekki er lengur þörf á slíkum persónuupplýsingum til að ná fram tilætluðum tilgangi.
  • Fara fram á að úrvinnsla persónuupplýsinga þinna sé takmörkuð: þessi réttindi veita þér rétt til að krefjast þess að Volvo vinni aðeins úr persónuupplýsingum þínum við takmarkaðar aðstæður, þar á meðal með samþykki þínu.
  • Fara fram á flutning eigin persónuupplýsinga: þessi réttindi veita þér rétt til að fá afrit (á færanlegu og, sé það tæknilega mögulegt, aðgengilegu formi) af persónuupplýsingum þínum, eða fara fram á að Volvo sendi slíkar persónuupplýsingar til annars ábyrgðaraðila gagna.
  • Sé úrvinnsla okkar á persónuupplýsingunum þínum, eða hluta þeirra, byggð á samþykki þínu getur þú hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka, en þá hættir Volvo allri frekari úrvinnslu á persónuupplýsingunum þínum eða viðkomandi hluta þeirra (slík afturköllun á samþykki hefur þó ekki áhrif á lögmæti gagnaúrvinnslunnar sem fór fram áður en samþykkið var afturkallað).

Tekið skal fram að Volvo er ef til vill ekki alltaf skylt að verða við beiðni um eyðingu eða takmörkun, andmælum eða beiðni um flutning gagna. Lagaskyldur Volvo og undantekningar á slíkum réttindum kunna að vera metnar í hverju tilviki fyrir sig.

Jafnframt skal hafa í huga að takmarkanir eða andmæli um úrvinnslu tiltekinna gagna kann að hafa neikvæðar afleiðingar fyrir notkun þína á Volvo-ökutækjum. Séu tiltekin gögn gerð óvirk getur þú ef til vill ekki notað alla eiginleika og virkni Volvo-ökutækisins og Volvo getur ef til vill ekki tilkynnt þér um vandamál með ökutækið í rauntíma. Þetta getur skert virkni ökutækisins og gæti leitt til þess að það skemmist eða verði ónothæft.   

Þú hefur einnig rétt til að leggja allar kvartanir vegna úrvinnslu Volvo á persónuupplýsingum þínum fram til eftirlitsstofnunar. Frekari upplýsingar um þessi réttindi og hvernig hægt er að nýta þau má fá með því að nota ofangreindar samskiptaupplýsingar til að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Volvo Group.

Volvo mælir með því að fara yfir þessa persónuverndaryfirlýsingu reglulega til að fylgjast með því hvort einhverjar breytingar verði á henni.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndaryfirlýsingu eftir þörfum. Þegar við gerum það skráum við dagsetninguna þegar slíkar breytingar eru gerðar og/eða taka gildi framarlega í þessari persónuverndaryfirlýsingu.